140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[02:27]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Virðingarleysið sem forseta Alþingis er sýnt er eiginlega með ólíkindum. (Gripið fram í: Rétt.) Forseti Alþingis hefur tekið þá ákvörðun að fresta umræðu um þetta mál núna og halda henni áfram á morgun og þá koma hingað þingmenn, og mér er sama hvort þeir eru úr stjórn eða stjórnarandstöðu, og mótmæla ákvörðun forseta Alþingis í þess veru. (VigH: Rétt.)

Virðulegur forseti og hv. þingmenn. Lægra geta menn varla lagst en að virða ekki óskir forseta þingsins um að fresta fundi. Ég held að við komumst ekki öllu lægra í lágkúrunni.