140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[02:28]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er tvennt sem ég vil segja undir þessum lið, annars vegar að ég heiti því að í hvert einasta sinn sem hv. þm. Björn Valur Gíslason fer hér með ósannindi mun ég koma í kjölfar hans og leiðrétta það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Hann fer með rangt mál um það tilboð sem við gerðum hér í dag, útrétta sáttarhönd sem slegið var á. Við erum í þessari umræðu núna, ég skil vel tillögu forseta þingsins og tek undir orð hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, við eigum að virða niðurstöðu forseta Alþingis og fara eftir henni. Ef við gerum það ekki, hvernig ætlum við þá að haga störfum okkar í þinginu? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)