140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur. Það eru dylgjur af þessu tagi og hugsunarhátturinn að baki þeim sem valda þöggun í þjóðfélaginu, meinsemd sem ríkti í þessu þjóðfélagi, meinsemd sem koma verður í veg fyrir með öllum ráðum. Þess vegna á forseti ekki að líða þær úr ræðustól á Alþingi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)