140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér heyrðist hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson gefa í skyn að það ríki enn einhver þöggun í þjóðfélaginu. Ég vona sannarlega að svo sé ekki. Það má hins vegar vel vera að sumir séu hræddir um að skipt verði um stjórnvöld og að þá taki við sama ástandið og ríkti fyrr, en það verður þá að vera alveg ljóst að að minnsta kosti við sem erum í meiri hluta í dag ætlum ekki að þola það að dylgjað sé um fólk úr þessum ræðustól og við ætlum heldur ekki að þola að það sé þannig í þessu landi að menn geti ekki haft þær skoðanir sem þeir vilja og skrifað um þær í blöð án þess að missa starfið sitt, fá ekki starf eða vera útataðir í þessum ræðustól. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)