140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:45]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka þá spurningu mína hvað hv. þingmanni finnst um túlkun forsætisráðherra að það sé alveg skýrt í stjórnarskránni, það er náttúrlega það sem við þingmenn eigum að fylgja, að valdið til að skipa málum í Stjórnarráðinu eigi að vera fyrst og fremst hjá framkvæmdarvaldinu sjálfu.