140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[12:42]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem upp til að fagna því að hæstv. forseti taki hagsmuni Alþingis og framgang mála, sem við höfum öll í stjórnarandstöðunni verið að tala fyrir, fram yfir þráhyggju stjórnarflokkanna í því máli sem við höfum verið að ræða hér. Ég lýsi því yfir, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að við munum greiða fyrir þessu verklagi, eins og við höfum boðið hér áður og ég síðast í morgun úr þessum ræðustól, að þessi mál, 3.–16. mál, bæði meðtalin, komist til nefnda og geti þar af leiðandi fengi umfjöllun eftir helgi á nefndadögum.