140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

umræða og afgreiðsla dagskrármála.

[13:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er forseti Alþingis sem stýrir fundum og ákveður hvernig dagskráin lítur út. Ég held við verðum bara að fallast á það. Það er samkvæmt lögum. Ég set nú ákveðið spurningarmerki við að einhverjir þingmenn, þó að þeir heiti þingflokksformenn, geti haft einhver áhrif á dagskrána. Það er ekki samkvæmt þessum sömu lögum.