140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

bætt heilbrigðisþjónusta og heilbrigði ungs fólks.

680. mál
[17:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Þetta verður stutt ræða. Ég hvet hv. velferðarnefnd til að skoða heilsustefnuna og ég er sannfærður um að ef hún gerir það hvetur hún hæstv. ráðherra til að framkvæma hana. Hv. velferðarnefnd hefur mikinn áhuga á forvarnamálum, sérstaklega sem snýr að yngra fólkinu. Það væri allra hagur að framkvæma heilsustefnuna og hæstv. velferðarráðherra fengi miklar þakkir frá fjölmörgum aðilum, sérstaklega þegar árangurinn kæmi í ljós.