140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

skuldavandi heimilanna.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég var að vitna í umboðsmann skuldara sem segir að það þurfi að rýna miklu betur þær upplýsingar sem koma frá Creditinfo og hvernig þessar skuldir eru til komnar. Ég er sammála umboðsmanni skuldara að í staðinn fyrir að kasta út tölum og alhæfa, eins og mér finnst margir gera, segja að þetta sé út af húsnæðisskuldum o.s.frv., þurfum við að skoða þetta. Það er það sem við höfum verið að gera.

Ég ætla að minna hv. þingmann á það sem hann vill kannski ekki mikið ræða, að í þeim athugunum og könnunum sem við höfum verið að gera og Seðlabankinn líka hefur komið fram, sem hlýtur að skipta verulegu máli þegar við erum að tala um vanskil og skuldir heimilanna, stöðu heimilanna almennt, hvað jöfnuður hefur aukist mikið í samfélaginu. (Gripið fram í.) Jöfnuður hefur aukist mikið (Gripið fram í.) en ójöfnuðurinn var mjög mikill þegar framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkur stjórnuðu. (Gripið fram í.) Nú er búið að taka verulega á því máli (Forseti hringir.) þannig að allar tölur, m.a. frá Seðlabankanum, sýna að við erum á réttri leið að því er það varðar.

Svo skulum við aðeins skoða hvort ekki fari að sjást í aðgerðir (Forseti hringir.) varðandi lánsveðin sem við þurfum að skoða. Það er ekki nógu gott að við höfum ekki getað uppfyllt það, (Forseti hringir.) út af lánsveðunum, að ganga frá þeim málum. Vonandi verður það fljótlega.