140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

dómur yfir flóttamönnum á unglingsaldri.

[10:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara ofan í einstaka efnisþætti þessa máls eða framgöngu einstaklinga eða embætta. Ég hygg að allir séu að gera sitt besta í þessu efni.

Hv. þingmaður spyr hvað líði endurskoðun á regluverki og löggjöf sem snýr að flóttamönnum og hælisleitendum. Því er til að svara að með haustinu verður vonandi til frumvarp um ýmsar réttarbætur í þessum efnum. Við höfum stigið slík skref á undanförnum missirum og árum og þar hefur hv. þm. Mörður Árnason komið mjög vel að verki. Allsherjarnefnd þingsins og ráðuneytið hafa unnið ágætlega saman að réttarbótum. Við erum með samstarf á milli ráðuneyta undir forustu innanríkisráðuneytisins og ég vonast til að við höfum drög að nýrri löggjöf í haust.

Síðan skiptir ekki annað minna máli og það er allt vinnulagið. Þar erum við (Forseti hringir.) meðal annars að tala um þá efnisþætti sem hér hafa komið til umræðu.