140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

256. mál
[11:17]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um breytingu á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði sem fyrst og fremst hlífir þeim sem hæstan hafa lyfjakostnaðinn og jafnar aðstæður þeirra sem fá hin dýrustu lyf sem á markaði eru hvar sem þeir fá þau. Ég held að hér sé um verulega réttarbót að ræða þannig að ég legg til að fólk samþykki þetta frumvarp með þeim breytingum sem lagðar eru til því að hér er um verulega réttarbót að ræða fyrir marga í samfélaginu þó að við séum að sjálfsögðu bara að stíga fyrsta skrefið í því að allur heilbrigðiskostnaður verði settur undir eitt þak og sá kostnaður lagður saman.