140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[15:03]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst nú hálfaumingjalegt af stjórnarandstöðunni sem stendur hér fyrir langdregnu málþófi að geta ekki einu sinni mannað málþófið. Ef menn ætla sér á annað borð að reyna að spilla málum með því að tefja tímann og koma í veg fyrir að hægt sé að taka þau til formlegrar afgreiðslu, finnst mér algjört lágmark, frú forseti, að menn standi a.m.k. vaktina. Ég er þeirrar skoðunar að ef ekki er hægt að draga menn sem standa í málþófi hingað upp í ræðustól, eigi bara að slíta umræðunni.