140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Skipulag Stjórnarráðsins er skipurit stærsta fyrirtækis landsins, ríkisvaldsins, sem er með tugi þúsunda starfsmanna og þjónar hundruðum þúsunda Íslendinga. Það skiptir verulegu máli fyrir þjóðina hvernig þetta skipurit er, fyrir notendur kerfisins og sérstaklega fyrir starfsmennina. Skipuritið þarf að vera gegnsætt og skýrt. Sú hugmynd sem við erum hér með er ekki gegnsæ og skýr.

Hæstv. ríkisstjórn missir af gullnu tækifæri til að upplýsa um væntanlegt skipurit sitt, upplýsa starfsmennina og viðskiptavinina um hvert stefnir. Ég segi nei við þessari tilraun sem verður andvana fædd því að um það leyti sem hún er komin í gagnið verður komið nýtt skipurit.