140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytingar á ráðuneytum.

[11:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég bið afsökunar á því að hafa verið með ónærgætið frammíkall áðan, í atkvæðagreiðslu miðri, en tilefni þess var það að hér virðist vera á ferðinni einhver misskilningur um að í þeirri tillögu sem hér var samþykkt felist ákvörðun um að stofna einhvers konar Þjóðhagsstofnun eða efnahagsráð, svo er ekki. (Forseti hringir.) Það er ekkert í þessari tillögu sem felur það í sér. Vilji menn koma með slíka tillögu (Forseti hringir.) þá þurfa þeir að koma með hana inn í þingið (Forseti hringir.) en hún felst ekki í þessu.