140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

539. mál
[11:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér samþykkjum við eina tilskipun Evrópusambandsins um úrgang og myndun og meðhöndlun úrgangs. Sagt var í umræðunni í gær, þessari örstuttu, að það mundi ekki kosta ríkissjóð neitt. Hins vegar mun það kosta fyrirtæki og sveitarfélög og einstaklinga heilmikið. Ég krossa fingur og vona að hv. nefnd hafi gert þetta sæmilega þannig að ég geti staðið að þessu máli.