140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[12:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. starfandi efnahagsráðherra fyrir svörin. Þau eru nokkuð skýr, að samvinnufélagsformið rúmast ekki innan þess lagafrumvarps sem hér er verið að leggja fram.

Mig langar til að spyrja hv. ráðherra: Hver er skýringin á því að þetta form er ekki í þessum lögum?

Síðan velti fyrir mér, úr því að ég nefndi hér samvinnufélög, og vil koma því á framfæri að það er mikilvægt að hefja endurskoðun á lögum um samvinnufélög því að það er rekstrarform sem hentar mjög vel, ekki síst þeim aðstæðum sem eru á Íslandi í dag, og þyrfti að blása kröftuglega lífi í með einhverjum hætti.

Meginspurningin er: Af hverju er ekki gert ráð fyrir samvinnufélagsforminu?