140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[12:11]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Einfalda svarið er kannski það að í því felast erfiðleikar við að uppfylla eiginfjárkröfur. En af því hv. þingmaður spurði um rætur þeirrar línu sem tekin er, ef svo má að orði komast, í því frumvarpi sem hér er mælt fyrir, þá er það svo að starfshópurinn sem var á vegum sparisjóðanna og með aðkomu Bankasýslunnar vann mat á rekstrarhorfunum. Meginmarkmiðið var að leggja fram tillögu sem rúmaði verulega aukna möguleika á því að styrkja rekstrargrundvöll og greiða götu þeirra sparisjóða sem eru að leita eftir eigin fé til að styrkja rekstrarhæfi sitt. Það er grunnurinn sem frumvarpssýnin byggir á.