140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

lokafjárlög 2010.

188. mál
[17:21]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði ekki að hv. formaður fjárlaganefndar mundi ekki standa sig í stykkinu. Ég sagði ekki að hún mundi bogna eða svigna. Ég sagði hins vegar að reynsla mín úr þinginu væri þannig að formenn nefnda vildu ekki ganga fram gegn þeim tillögum sem ráðherrar, sérstaklega úr þeirra eigin flokki, legðu fram. Það er afar erfitt að svara svona fullyrðingum sérstaklega þegar ekki er rétt með farið.