140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

kynning á Icesave í ríkisstjórn.

[13:36]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Ég hef fullan skilning á því að hæstv. ráðherra vilji fara varlega varðandi upprifjun atburða sem gerðust fyrir þetta löngum tíma en geri þó ráð fyrir að hæstv. ráðherra mundi muna eftir því ef haldinn hefði verið sérstakur leynilegur ríkisstjórnarfundur sem samþykkt hefði verið að fela og geta ekki um í dagskrá ríkisstjórnarfunda. Þar af leiðandi er ekki hægt að álykta annað, út frá því að skoða yfirlit yfir ríkisstjórnarfundi, en að þessi fundur hafi verið haldinn 5. júní þar sem menn veltu fyrir sér möguleikunum í Icesave-deilunni og seinna sama dag hafi samningarnir verið undirritaðir. Ekki hefur því gefist mikið tækifæri til þess fyrir hæstv. forsætisráðherra að ráðast í allsherjarkynningu á drögum á Icesave-samningunum og efnahagslegum afleiðingum þeirra. (Gripið fram í: Á ensku?)