140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er rétt að halda því til haga að hér er til umræðu mál það sem var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd og það er ósköp einfaldlega með þeim hætti að meiri hluti nefndarmanna í þeirri nefnd styður málið. Ég vænti þess að það sé þingmeirihluti fyrir málinu því að það felur í sér skattaívilnanir sem fjölmörg fordæmi eru fyrir í okkar sögu og það felur í sér stuðning við verkefni sem geta skapað umtalsverðar gjaldeyristekjur, eins og hv. þingmaður benti á.

Hvað mismununina varðar sem hv. þingmaður vísar til eru frávikin með sama hætti gerð fyrir þessa starfsemi og fjölmarga aðra alþjóðlega starfsemi bæði nú og áður fyrr.