140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:26]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að beina spurningu til hv. þingmanns varðandi þetta mál. Miðað við efni þess er tilgangurinn að greiða fyrir þróunaraðstoð bandalagsins sem veitt er í þágu tilgreindra verkefna, ef ég skil málið rétt og er að tala um rétt mál. Sú hugsun sem er á bak við þetta er að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu fylgi — ég tel ekki hægt að skilja þetta á nokkurn annan hátt. Meginverkefnið er að lækka tiltekna skatta og gjöld.

Ég velti fyrir mér: Má sjá þess stað í komandi þingmálum þeirra þingmanna sem styðja þetta mál að þeir hyggist fara í samsvarandi aðgerðir varðandi íbúa hér á landi, varðandi lækkun skatta á íslenska ríkisborgara?