140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[18:16]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseti vill vekja athygli á því vegna þeirra ummæla sem hafa fallið utan úr sal að forseti er gæslumaður formsatriða hér á fundinum og gætir þess að þingmenn hafi hóf í orðavali en blandar sér síður inn í efnisatriði þess máls sem hv. þingmenn fara með í ræðustól, enda er fjallað um málfrelsi þeirra í 49. gr. stjórnarskrárinnar. Forseti gætir þess að allt fari fram með góðri reglu og hefur heimild til þess að gera hlé á fundi ef menn hlýða ekki fyrirmælum og stjórn forseta.