140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[22:31]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hér stendur einn öflugasti flokksmaður Vinstri grænna (Gripið fram í: Heyr, heyr.) og það er stór hópur í VG sem er á sömu skoðun og stendur fast á því. Ég minni líka á að í samþykkt flokksráðs VG segir að ekki skuli tekið á móti aðlögunarfé á umsóknartímanum þannig að Vinstri hreyfingin – grænt framboð er með stefnuna sína nokkuð skýra. (VigH: En ráðherrarnir?) Þar eru bara bogin hné, það er alveg hárrétt. Þar eru bogin hné og þegar ég hafnaði því að sækja um Evrópusambandsstyrki fyrir stofnanir bognuðu hné annarra ráðherra sem sóttu um IPA-fé. Menn hafa fundið að því jafnvel að ég hafi greitt atkvæði með fjárlögunum þar sem það var svo. Þetta var á vissan hátt mál þeirra ráðherra en í öðru lagi (Forseti hringir.) átti Alþingi eftir að samþykkja þetta formlega. Og hér er það lagt fram til þeirrar samþykktar, (Forseti hringir.) fyrr er það ekki virkt. Ég legg til, frú forseti, að þetta verði ekki samþykkt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)