140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[22:37]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég og hv. þingmaður erum fullkomlega sammála um hversu augljóst það er að við erum komin í ákveðið aðlögunarferli og hversu fráleit umræðan er í ljósi þess hversu greinilegt það er.

Komið hefur fram í máli hv. þingmanns nú og í fyrri umræðum að flokksstofnanir Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa ályktað sérstaklega um að ekki eigi að taka við þessum styrkjum og að ekki ætti að ráðast í þær breytingar á Stjórnarráðinu sem engu að síður voru framkvæmdar að því er virðist til þess að laga íslenska stjórnkerfið að kröfum Evrópusambandsins.

Spurningin er því: Hvernig stendur á því að liðsmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs aðrir en hv. þingmaður beita sér með þeim hætti sem þeir gera þvert á samþykktir félaga í (Forseti hringir.) þessum flokki?