140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:25]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér heyrist við vera sammála um hvernig eigi að nálgast þetta mál, ég og hv. þingmaður.

Getur hv. þingmaður þá tekið undir það að sú vinna sem Jón Kristjánsson leiddi varðandi breytingar á stjórnarskrá hafi verið góð og þar hafi menn verið búnir að finna fyrirkomulag sem var miklu líklegra til að skila árangri en sú aðferðafræði ef aðferðafræði skyldi kalla sem notast er við hér?

Jafnframt vil ég spyrja hv. þingmann hvort hún sé sammála mér um það, ef raunin verður sú að menn vilja fara þessa skoðanakönnunarleið og kanna einhverja óljósa hugmyndafræði, að miklu skynsamlegra, ódýrara og líklegra til að gefa réttari niðurstöðu væri að fá einfaldlega eitthvert skoðanakannanafyrirtæki til að framkvæma raunverulega skoðanakönnun? Mundi það ekki gefa raunverulegri mynd af afstöðu almennings en atkvæðagreiðsla (Forseti hringir.) þar sem mæta hugsanlega bara 30% (Forseti hringir.) og greiða atkvæði?