140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:22]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Illuga Gunnarssyni fyrir ræðuna. Hann fór yfir þetta mál ansi vel og fór ofan í þær spurningar sem til stendur að bera upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrsta lagi er þarna spurning um það hvort landsmenn vilji sjá að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýju frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Svarið við því er já eða nei.

Það virðist ekki duga til þess að fá það staðfest hvort þjóðin sé almennt fylgjandi þeirri vinnu sem var farið af stað með eða ekki. Mig langar að benda þingmönnunum á að svo virðist vera að flokkarnir hafi komist að samkomulagi um framhaldið á spurningunum því að næstu tvær spurningar eru beint upp úr kosningaloforðum Vinstri grænna varðandi náttúruauðlindirnar og ákvæði um þjóðkirkju. (Forseti hringir.) Næst — er klukkan biluð?

(Forseti (UBK): Forseti vill vekja athygli þingmanna á að klukkan í ræðupúlti er biluð og mun forseti því láta þingmenn vita þegar tíminn líður, en minnir á að það er ein mínúta sem þingmenn hafa.)

Hvað á ég mikið eftir?

(Forseti (UBK): Tíminn er liðinn.)

Er tíminn liðinn? Og engin spurning.