140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:34]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði áttað mig á því sem kom fram í máli hv. þingmanns. En sá sem stendur í kjörklefanum með þessa spurningu fyrir framan sig þarf að taka afstöðu til þessarar spurningar einnar og sér: Vilt þú að ákvæði um þjóðkirkjuna sé í stjórnarskrá? Þá má búast við því að sá hinn sami spyrji sig: Hvað þýðir það ákvæði? Er það um að sett verði ákvæði sem leggur blátt bann við því að í lögum verði kveðið á um kirkjuskipan eða það að taka upp þjóðkirkju o.s.frv.?

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að hér er um stórt mál að ræða og það á að vera hægt að byggja þessa hluti þannig frá þinginu að ekki sé neinn vafi á því hvað verið er að spyrja um, að þetta séu einfaldar skýrar spurningar um ákveðin grundvallaratriði.