140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

aðildarviðræður við ESB.

[10:37]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður viðurkenndi þó að ríkisstjórnin væri með eins manns meiri hluta sem er alveg rétt. Ég vil minna hv. þingmann á að viðreisnarstjórnin starfaði í 12 ár samfleytt með eins manns meiri hluta og gekk alveg prýðilega. Ég tel að hv. þingmaður geti ekki komið fram með þá fullyrðingu að hér sé ekki meiri hluti meðan ekki hefur á það reynt.

En svo vill til, af því að hv. þingmaður talar um að ríkisstjórnin sé að reyna að treysta á hina og þessa í stjórnarandstöðunni, að í málum ríkisstjórnarinnar hefur verið samhljómur með ýmsum í stjórnarandstöðunni. Það hefur komið fram m.a. í stjórnarskrármálinu, stjórnarráðsmálinu að því er varðar Hreyfinguna og svo skulum við bara sjá til með framhaldið.

Ég hef engu við það að bæta sem ég hef sagt um ummæli Árna Páls Árnasonar. Ég er bara ósammála honum.