140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

aðkoma lífeyrissjóðanna að skuldaleiðréttingu.

[10:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála hv. þingmanni um að heppilegt hefði verið í upphafi að færa þessi lán úr bönkunum yfir í Íbúðalánasjóð, að með því hefði fengist meiri niðurfærsla. Ég spyr: Hvernig er það hugsað? Hver hefði átt að borga það? Niðurfærslan hjá bönkunum er miklu meiri (Gripið fram í.) en áætlað var að þeir gætu afskrifað, eitthvað á annað hundrað milljarða kr. Ég er ekki viss um að Íbúðalánasjóður hefði ráðið við það mál (Gripið fram í.) án þess að ríkissjóður hefði þurft að koma að því máli þannig að það hefði bitnað á stöðu ríkisfjármála og skattgreiðenda.