140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svarið. Í 25. gr. tillagna stjórnlagaráðs er kveðið á um að allir eigi að eiga rétt til sanngjarnra launa. Ekki er nánar útlistað hvernig eigi að tryggja það og hvað teljist í raun vera sanngjörn laun. Hvað eru sanngjörn laun? Er það eitthvað sem hægt er að leggja fingur á og segja: Þetta eru sanngjörn laun? Getur það farið eftir vinnuframlagi? Getur það farið eftir álagi? Getur það farið eftir því hvers konar vinnu er verið að inna af hendi? Svona atriði þarfnast mikillar yfirlegu og í raun vantar að Alþingi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi farið ofan í hverja einustu tillögu og sagt: Þetta gengur ekki upp. (Forseti hringir.) Af svipuðum toga er tillagan um að allir eigi rétt til lífs (Forseti hringir.) eða hvernig það er orðað. Að sjálfsögðu eru allir sammála því.