140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[18:39]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Að öllu jöfnu hef ég yfirleitt ekkert út á fundarstjórn hæstv. forseta að setja en ég finn mig knúna til að gera athugasemd núna við fundarstjórn forseta þar sem forseti lét það óáreitt þegar hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hóf andsvar sitt við hv. þm. Ásmund Einar Daðason á því að vega að hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni sem hún var þó ekki í andsvari við, gaf það í skyn að hann væri að viðhafa orð sem hann hafði alls ekki gert. Og til að taka af allan vafa vændi hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hv. þm. Tryggva Þór Herbertsson um að hafa haft þau orð um einhverja pólitíska andstæðinga og flutningsmenn þessarar tillögu eða lýst yfir því að þeir væru vangefnir þegar hann í raun sagði að það væri vangeta. Það var orðið sem sagt var hér af hálfu þingmannsins.

Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir (Forseti hringir.) kaus að misskilja þetta oftar en einu sinni og ég geri athugasemd, frú forseti, við að ekki hafi verið gerð athugasemd við orð þingmannsins.