140. löggjafarþing — 102. fundur,  19. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:56]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta er tillaga frá þingflokksformönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ég get ekki séð annað en að styðjist við mörg málefnaleg og góð rök. Ríkisstjórnin lætur með þessa fjárfestingarstefnu eins og um mikið tímamótaplagg sé að ræða og þá er eðlilegt að við fáum það rætt í þinginu.

Ég get svo sem látið hæstv. forseta vita að mér finnst þetta aðallega vera gömul froða í nýjum búningi en á hinn bóginn er eðlilegt, þegar ríkisstjórnin blæs til sóknar með þessum hætti, að hún fái tækifæri til að kynna sjónarmið sín í þinginu.