140. löggjafarþing — 103. fundur,  21. maí 2012.

atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB.

[15:14]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram og ítreka það sem ég hef margoft sagt í þessum stóli að það er engin ný afstaða af minni hálfu. Ég hef verið fylgjandi því í langan tíma að við flýttum þessu ferli og flýttum afgreiðslu þessa máls. Eitt er ég alveg viss um að aldrei — aldrei — hefur það verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið. (VigH: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Eiga samtal við þjóðina.)