140. löggjafarþing — 103. fundur,  21. maí 2012.

ökuskírteini og ökugerði.

673. mál
[16:03]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þetta eru vangaveltur og ábendingar sem eru þess virði að taka til skoðunar. Það sem kom fram hjá hv. þingmanns er mikið rétt, þessi mál hafa öll verið í deiglunni á undanförnum missirum. Ökunámið er að breytast. Það hefur alltaf verið litið svo á að það væri mikilvægt. Ég held að öllum sé að verða ljósara hve mikilvægt er að efla þetta nám núna þegar við stefnum að því að útrýma alvarlegum slysum úr umferðinni. Þar tel ég ökugerðin skipta grundvallarmáli, ég velkist ekki í vafa um það eftir að hafa reynt það sjálfur.

Þetta eru ábendingar og hugleiðingar sem ég mun koma áfram til þeirra sem um þessi mál fjalla innan ráðuneytisins og þeirra stofnana sem undir það heyra.