140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:30]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ræða hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur staðfesti það sem ég sagði hér í ræðustól. Ég sagði að ræður stjórnarandstæðinga í þessu máli hefðu verið misinnihaldsríkar. Það voru mín orð, ekki þau sem hv. þingmaður lagði mér í munn.