140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

samkomulag um lok þingstarfa.

[17:20]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Það er rétt hjá hæstv. forseta að forseti hefur náð samkomulagi um lyktir þessa máls en ég vil koma hingað upp til að ítreka við hæstv. forseta að það samkomulag er háð ýmsum skilyrðum um lúkningu annarra ágreiningsmála sem hæstv. forseti hefur komið í farveg. Ég vil nota þetta tækifæri og hnykkja á því að það er einlægur vilji minn að þessu ljúki með þessum hætti og ég mun standa við samkomulagið, eins og það snýr að mér og mínum þingflokki, og ég treysti því að það verði virt af öðrum þingflokksformönnum og að hæstv. forseti beiti sér fyrir því, á sama hátt og hún beitti sér fyrir þessu, að við þetta samkomulag verði staðið.