140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

störf þingsins.

[11:03]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Mig langar að fara yfir forgangsröðun ríkisstjórnar sem hefur sett jafnrétti í öndvegi.

1. Aldrei færri karlmenn hafa tekið fæðingarorlof.

2. Kynbundinn launamunur hjá hinu opinbera er meiri en í áraraðir og vex nú að nýju.

3. Hlutfall kvenna í áhrifastöðum fyrirtækja hefur ekkert breyst.

4. Jafnréttisvottun fyrirtækja hefur algjörlega setið á hakanum hjá þessari ríkisstjórn.

5. Aðallega konum hefur verið sagt upp hjá ríkinu á undanförnum missirum og árum.

6. Hér er forsætisráðherra sem hefur gerst brotlegur við jafnréttislög.

Í jafnréttismálum eins og í öðrum mikilvægum málum hafa efndir ekki fylgt orðum hjá þessari ríkisstjórn.