140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:47]
Horfa

Baldur Þórhallsson (Sf):

Frú forseti. Fyrir þremur árum ákvað meiri hluti þingheims að sækja um aðild að Evrópusambandinu og (VigH: Illu heilli.) ríkisstjórn Íslands hefur unnið samkvæmt þeirri ákvörðun. Að hætta í samningaviðræðum þegar hæst stendur má líkja við það þegar mikil aflakló fer á laxveiði. Skyndilega er eitthvað komið á línuna og tekið er þéttingsfast í. (Gripið fram í.) En veiðimaður óttast það svo mjög að sprungið dekk sé á endanum, en ekki stórlax, að hann slítur á línuna í óðagoti en landar ekki aflanum. Það er sorglegt að horfa upp á það að hluti þingheims vill koma heim með öngulinn í rassinum. Í því felst hvorki djörfung né dirfska. Við þurfum að ljúka þessum aðildarviðræðum, við verðum að sjá hvað stendur til boða. Þá fyrst er hægt að greiða atkvæði um aðildarsamning.

Þess vegna segi ég að sjálfsögðu nei. [Kliður í þingsal.]