140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:54]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég vildi að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram samhliða forsetakosningu og hafði þá ekki frekar en nú áhyggjur af því að verið væri að kjósa um tvö óskyld efni. Ég ætla því að samþykkja að leyfa þjóðinni að segja hug sinn til áframhalds umsóknar okkar um aðild að ESB.

Það hefur nefnilega komið í ljós að það er verið að fresta aðgerðum sem taka á skuldavandanum og snjóhengjunni. Við erum alltaf að bíða eftir lægri vöxtum ESB og töfrasporta Evrópska seðlabankans þegar kemur að snjóhengjunni. Það sem blasir við á meðan við bíðum eftir ESB-aðild er fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila. ESB hefur ekki sýnt gjaldeyrishöftunum neinn áhuga fyrr en umræðan um þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem við greiðum atkvæði um á eftir, (Forseti hringir.) varð almenn. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla, m.a. til þess að þrýsta á að niðurstaða fáist í þessum aðildarumræðum. (Forseti hringir.)