140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:04]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er grundvallaratriði í lýðræðiskosningum að vita um hvað menn kjósa. (Gripið fram í.) Við förum ekki í alþingiskosningar án þess að stjórnmálaflokkar leggi fram stefnumál sín. (Gripið fram í: Eins og …) Við byggjum kosningar á umræðu, upplýsingum og staðreyndum. (Gripið fram í: Eins og í …?)

Ég segi: Já Ísland, en nei við þessu hræðslubandalagi.