140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð þessa tillögu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé best fyrir okkur öll að draga umsóknina einfaldlega til baka en fyrir þremur árum studdi ég tillögu um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort haldið skyldi út í þetta aðildarferli og ég styð því þessa tillögu jafnframt, enda eru nánast allir að verða sammála um að þetta ferli sé í miklum ógöngum vegna þess að það er engin samstaða um málið og engin sannfæring fyrir því.

Þannig var með aflaklóna miklu að hún vildi ekkert fara í laxveiði, hún hafði engan áhuga á því. Klóin var hins vegar neydd út í þetta ferli af einhverjum ráðríkum aðila (Gripið fram í: … vildi það víst.) sem kallaði sig verkstjóra. En aflaklóin vissi sem var að hagsmunum hennar væri betur borgið við að halda áfram veiðum á sínum eigin gjöfulu fiskimiðum, halda frelsi sínu og sjálfstæði.