140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um samning um aðild að Evrópusambandinu þegar hann hefur verið kláraður og að þá muni þjóðin greiða um það atkvæði. Ég tel ótímabært að gera það nokkru fyrr. Ég beini samt athygli að því sem landskjörstjórn hefur vakið athygli þingheims á, því að óeðlilegt sé að þessi tillaga fylgi hinni um þjóðaratkvæði um stjórnarskrána og væri réttara að hafa hana sem sérstaka tillögu. Ég held að þingheimur ætti að hafa í huga að það er rétt að hafa hlutina skýra. Ég vil líka segja að tillagan um þjóðaratkvæði um stjórnarskrána er um að halda málinu áfram en ekki hætta því. [Kliður í þingsal.]