140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:12]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að kannaður verði þjóðarvilji um hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka. Landsmenn voru aldrei spurðir hvort leggja ætti út í þessa Bjarmalandsför að hrynjandi Evrópusambandi eins og hæstv. innanríkisráðherra sagði í þinginu í síðustu viku, þ.e. að aldrei hefði verið vitlausara að ganga í Evrópusambandið. Ríkisstjórnin þorir ekki að horfast í augu við að 60–65% landsmanna vilja ekki í Evrópusambandið. Hvað er verra en ríkisstjórn sem er hrædd við þegna sína?

Það er því miður annar meiri hluti í þinginu en úti í samfélaginu. Tapist þessi orrusta í dag ætlum við Evrópusambandsandstæðingar að vinna stríðið. Það eru einungis rúmir 300 dagar í næstu alþingiskosningar. Alþingiskosningar eru ekki ráðgefandi skoðanakönnun. Þær eru bindandi.

Ég segi að sjálfsögðu já.