140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:18]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Þetta mál snýst um sjálfstæði, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Við vitum nákvæmlega um hvað er verið að semja, ef samninga skyldi kalla í þessu innleiðingarferli, þ.e. að ganga í ESB á forsendum ESB, á grundvelli tilskipana sambandsins, sem ríkisstjórnin er á kafi við að innleiða (VigH: Rétt.) nú, og meginreglu þess sem felur í sér afsal á sjálfstæði okkar, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti. Annað er blekking.

Ég segi já.