140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:30]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Framsal á ríkisvaldi til Evrópusambandsins, yfirþjóðlegs ríkjasambands, varðar við stjórnskipun landsins. Sem lýðræðissinni tel ég ekki rétt að ráðfæra mig aðeins við þjóðina í stórum málum sem ég er sammála henni í. Það byggi ég á að þjóðin fer með æðsta ákvörðunarvald og handhafar valdsins stjórna aðeins í umboði hennar, samanber grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins. Á kosningastefnuskrá flokksins frá því 2009 er að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar, og oftar leitað beint til þjóðarinnar.

Ég tel ekki rétt að draga umsóknina til baka en ég treysti þjóðinni fullkomlega til að taka rétta og skynsamlega ákvörðun um að rétt sé að halda ferlinu áfram og hafna þá endanlegum samningi, samanber afgreiðslu og ályktun flokksþings Framsóknarflokksins 2011.

Ég segi já.