140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:45]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Þær tillögur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt fram að spurningum varða það plagg sem nú liggur fyrir, ekki hvernig einhverjar aðrar stjórnarskrár gætu verið og þess vegna get ég hvorki greitt þessari tillögu atkvæði mitt né öðrum sem fjalla ekki um plaggið eins og það er.