140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:46]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það hafa komið fram góðar tillögur frá hv. þm. Lilju Mósesdóttur og góðar tillögur frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni. Ég hef hins vegar komið því á framfæri að ég tel að það hefði þurft að fara fram efnisleg umræða, ekki bara á Alþingi heldur líka í nefnd. Alþingismenn þyrftu að fjalla um þær á þeim forsendum. (Gripið fram í.) Ég tel að þessi tillaga sé allra góðra gjalda verð en að hún þarfnist samt frekari skýringar og betri meðferðar.

Þess vegna mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.