140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þær tillögur sem þjóðin á að greiða atkvæði um komu inn í þing 3. október 2011. Allan þann tíma, frá 3. október, hefur þingið ekki rætt þessar tillögur efnislega. Fyrir utan nokkra stjórnarandstæðinga sem héldu uppi mjög málefnalegri og efnislegri umræðu hafa menn ekki rætt þetta allan þennan tíma. Nú á að fara að kasta til þjóðarinnar þessum tillögum að stjórnarskrá sem eru að mörgu leyti mjög góðar en að öðru leyti mjög slæmar og þyrfti að laga stórkostlega. Þjóðin á að segja já eða nei. Meira að segja á þeim tíma sem þjóðin mun greiða atkvæði um tillögurnar eru þær í breytingu. Það er verið að breyta því sem þjóðin á að greiða atkvæði um og mér finnst þetta lítilsvirðing við kjósendur. Þetta er lítilsvirðing við stjórnarskrána.

Ég segi nei.