140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í 1. lið þessarar tillögugreinar stendur að menn ætli að greiða atkvæði um stjórnarskrá. Í þeirri stjórnarskrá sem menn eru búnir að greiða atkvæði um er í 34. lið talað um auðlindir. Kjósandinn er búinn að greiða atkvæði um þetta. Svo eiga menn að greiða atkvæði aftur. Hvað gerist ef maður er búinn að segja nei við 1. lið en segir já við seinni lið eða öfugt? Hvað þýðir það eiginlega? Fyrir utan það, eins og hér hefur margoft komið fram, veit enginn og getur enginn sagt hvað auðlindir eru. Þær eiga eftir að myndast og þær eiga eftir að hverfa.

Þjóð er heldur ekki í mínum huga ákveðið hugtak en í hugum margra, sérstaklega þeirra sem sömdu bæði sjávarútvegsfrumvörpin, er þjóð það sama og ríki. Getur verið að fólk vilji að þjóðin sé sama og ríki og að ríkið eigi allar auðlindir landsins? (Gripið fram í: Ætlarðu að spyrja?)