140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:46]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það eru örugglega flestir á því að það sé rétt að reyna að auka persónukjör með einhverjum hætti. Það var hins vegar ljóst að í kosningum til stjórnlagaþings gekk sú aðferðafræði ekki upp, var snargalin og verður vonandi aldrei notuð aftur. Það var alveg ljóst hvernig dreifing og allt var eftir það.

Hér er hins vegar verið að spyrja hvort eitthvað verði gert í meira mæli en nú er. Það er eiginlega ekki hægt að svara þessu öðruvísi en játandi. Og svo spyr ég: Á svona setning heima í stjórnarskrá? Setja menn ekki lög um kosningar þar sem kveðið er á um alla þessa þætti? (Gripið fram í: Jú.) Það er fáránlegt að spyrja svona, frú forseti.